Sólarupprás

Svona man ég eftir æsku minni á Fáskrúðsfirði, eldsnemma á leið á silungsveiðar í Dalsá, og sólin að koma upp. Þegar ég sá ljósmynd eftir Jóhönnu Hauks af sólarupprás þá hreinlega varð ég að mála þessa stemningu. Á örfáum sekundum lifnar allt við í takt við birtu og yl.

Mynd þessi minnir mig einnig á kvæði eftir Mary Oliver „Morning poem“ en þar segir m.a. „Every morning the world is created“… „Under the orange sticks of the sun the heaped ashes of the night 
turn into leaves again and fasten themselves to the high branches – 
and the ponds appear like black cloth on which are painted islands for hours, your imagination alighting everywhere“. Kvæðið er lengra og segir allt sem hægt er að segja um þessa mynd.

18x44cm

Myndin er prentuð á vandaðan sýru frían 310 gsm2 pappír og afhent í ramma með gleri og í pakningum.

Verð, €150

40x100cm

Myndin er prentuð á striga og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum.
Eftir prentun málar Olafsson í myndina og gerir að hverja mynd örlítið sérstaka.
Upplag: 1/250

Verð, €500

70x175cm

Myndin er prentuð á striga og afhent upprúlluð í pappírshólk sem tryggir varðveislu hennar í flutningum.
Eftir prentun málar Olafsson í myndina og gerir að hverja mynd örlítið sérstaka.
Upplag: 1/100

Verð, €1,500

Comments are closed.